Auknar forvarnir gegn sjálfsvígum

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði samþykkt aðgerðaáætlun starfshóps um sjálfsvígsforvarnir, sem kynnt var sl. vor. Ráðherra hefur ráðstafað 25 m.kr. til málsins og hafa fyrstu aðgerðir því þegar verið fjármagnaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði samþykkt aðgerðaáætlun starfshóps um sjálfsvígsforvarnir, sem gefin var út sl. vor. Ráðherra hefur ráðstafað 25 m.kr. til málsins og hafa fyrstu aðgerðir því þegar verið fjármagnaðar.

Í áætluninni eru um 50 aðgerðir lagðar til og ræðst á næstu dögum hverjar þeirra fari í forgang. Um óráðstafaðar fjárheimildir er að ræða, sem voru eyrnamerktar forvarnarverkefnum og taldi ráðherra rétt að umrætt fjármagn rynni til

áætlunarinnar, þar sem um vel ígrundaðar aðgerðir sé að ræða.

Í vinnu sinni nýtti starfshópurinn þá umfangsmiklu vinnu sem farið hefur fram hér á landi við að efla geðheilsu og geðheilbrigðisþjónustu. Sú vinna hefur, að mati hópsins, verulega þýðingu fyrir sjálfsvígsforvarnir sem mikilvægt er að viðhalda og styrkja frekar. Einnig var litið til nágrannaþjóða og þeirra aðgerða sem þar hafa verið innleiddar með góðum árangri.

Aðgerðaráætlunin tekur mið af æviskeiðinu í heild og byggir á gagnreyndum aðferðum á sviði heilbrigðis-, mennta- og félagsmála. Tillögurnar byggja jafnframt á þeirri sýn, að áhættuþættir og verndandi þættir sjálfsvíga þróist yfir langan tíma í lífi fólks og liggi ekki síður í samfélagslegum þáttum á borð við fjölskyldu- og félagstengsl, menntun og atvinnu.

Tillögur starfshópsins eru settar fram í sex liðum án sérstakrar forgangsröðunar. Rekja má það til þess, að hver tillaga styður við aðra, sem er jafnframt forsenda þess að ná megi árangri til lengri tíma litið, að mati starfshópsins. Hagkvæmast væri að slíkur vettvangur yrði sameiginlegur fyrir það sem ógnar lífi og limum fólks að undanskildum slysum og sjúkdómum, s.s. áföll, ofbeldi og sjálfsvíg.

Efnisflokkarnir eru:

  • efling geðheilsu og seiglu í samfélaginu
  • gæðaþjónusta á sviði geðheilbrigðis
  • takmörkun á aðgengi að hættulegum efnum, hlutum og aðstæðum
  • aðgerðir til að draga úr áhættu meðal sérstakra áhættuhópa
  • stuðningur við eftirlifendur og
  • efling þekkingar á sviði sjálfsvíga og sjálfsvígsforvarna.

Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í starfshópnum var Sigrún Þórarinsdóttir félagsmálafulltrúi. Ýmsar aðgerðir varða málefni sveitarstjórnarstigsins beint eða óbeint.s.s. félagsþjónustu, skólamál, aukna þverfaglega samvinnu og snemmtæka íhlutun og eru sveitarfélög hvött til að kynna sér umrædda áætlun.