Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á heimilt þeirra til að ráða atvinnuleitendur til starfa með styrk frá Vinnumálastofnun. Markmið ráðningarstyrksins er að aðstoða atvinnurekendur þ.m.t. sveitarfélög við að fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur.
Sveitarfélög geta fengið 100% grunnatvinnuleysisbætur auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð í allt að 6 mánuði greiddar með nýjum starfskrafti en þau greiða mismun á launum og atvinnuleysisbótum úr eigin vasa.
Frekari upplýsingar um úrræðið er að finna á vef Vinnumálastofnunar