Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á að Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember. Á þeim degi er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. 

Fjólublár er litur alþjóðlegrar baráttu fatlaðs fólks og beinir sambandið því til sveitarfélaga og stofnana þeirra að lýsa upp byggingar sínar frá föstudeginum 2. desember til mánudagsins 5. desember og leggi þannig mikilvægri baráttu fatlaðs fólks lið.

Markmiðið er upplýst samfélag, ekki aðeins þessa daga heldur alla daga; samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.