Í mars sl. tók starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga til starfa sem var skipaður af mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Hlutverk hópsins var að styðja við innleiðingu laga nr. 107/2021 um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002, þar á meðal stofnun barnaverndarþjónustu og umdæmisráða barnaverndar.
Þau verkefni sem starfshópurinn hefur ráðist í er:
- Að útbúa auglýsingu þar sem óskað er eftir ráðsmönnum til að sitja í umdæmisráðum barnaverndar. Sveitarfélögin bera ábyrgð á umdæmisráðum barnaverndar og skipa í ráðin. Til að styðja við sveitarfélögin mun mennta- og barnamálaráðuneytið útbúa lista yfir einstaklinga sem uppfylla almenn hæfisskilyrði til að taka sæti í umdæmisráðum barnaverndar.
- Ganga frá umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu. Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt inn á https://minarsidur.stjr.is/.
- Sniðmát að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
Kynningarfundur fyrir sveitarfélögin og stjórnendur í velferðarþjónustu er fyrirhugaður um miðjan ágúst. Hægt verður að skrá sig á fundinn á vefsíðu sambandsins þegar nær dregur.