Ráðist í endurskoðun á mats- og greiðslukerfi hjúkrunarheimila

Heilbrigðisráðherra hefur skipað vinnuhóp til að endurskoða greiðslukerfi til rekstrar hjúkrunarheimila.

Skipun hópsins er í samræmi við viljayfirlýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við samninga Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um rekstur hjúkrunarheimila sem gerðir voru síðastliðið vor. Fulltrúi sambandsins í hópnum er Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði.

Samið var til þriggja ára og voru aðilar sammála  um að nýta samningstímann til að vinna  að bættu rekstrarumhverfi og auknum gæðum hjúkrunarheimila til framtíðar. Einn liður í því er endurskoðun á núverandi greiðslukerfi sem byggist aðallega á mælingum á hjúkrunarþyngd íbúa heimilanna og að kanna hvort tengja eigi greiðslur við gæðavísa.

Í vinnuhópnum eiga sæti:

  • Heiðbjört Ófeigsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands, formaður
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Linda Garðarsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Valgerður Freyja Ágústsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sigurjón Norberg Kjærnested, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Varamaður: María Fjóla Harðardóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Lovísa Agnes Jónsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis

Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili ráðherra niðurstöðum sínum eigi síðar en 15. maí 2023.

Frétt af vef stjórnarráðsins.