Grænbók í fjarskiptum í samráðsgátt stjórnvalda

Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

iStock

Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2021.

Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2021.

Ísland hefur náð góðum árangri á sviði fjarskipta, en þó er margt hægt að bæta. Góð fjarskipti eru lykilþáttur í að stuðla að því að Ísland sé í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Meginmarkmið áætlana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis eru m.a. að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins og stuðli að sjálfbærum byggðum um land allt.