Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2023 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Tekju- og eignamörk hækka um 7,4% frá 1. janúar 2023 en viðmiðin voru síðast hækkuð þann 1. júní 2022. Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:

Fjöldi
heimilismanna
Neðri
tekjumörk
á ári
Efri
tekjumörk
á ári 
Neðri
tekjumörk
á mánuði 
Efri
tekjumörk
á mánuði
 1 4.820.192 6.025.241401.683 502.103
 2 6.375.093 7.968.866 531.258 664.073
 3 7.463.524 9.329.404 621.960 777.450
 4 eða fleiri 8.085.483 10.106.853 673.790 842.237


Eignamörk hækka úr 6.664.673 kr. í 7.157.858 kr.

Hækkunin tekur gildi samkvæmt leiðbeiningunum þann 1. janúar 2023.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.