Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja þau sveitarfélög sem vegna COVID-19 hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið starf.

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja þau sveitarfélög sem vegna COVID-19 hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið starf.

Sveitarfélögum gefst því kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir sumarið 2020. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag geti sótt um 1.600 kr. fyrir hvern íbúa í sveitarfélaginu sem er 67 ára og eldri miðað við upplýsingar um íbúafjölda frá Hagstofu Íslands 1. janúar 2020. Þó er gert ráð fyrir að lágmarksframlag verði ekki undir 100.000 kr.

Þau sveitarfélög sem óska eftir fjárframlagi skulu senda umsókn fyrir 2. júní nk. kl: 12:00 í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Í umsókninni þarf að koma fram (sjá nánar í umsóknareyðublaði):

  • verkefnisáætlun
  • tímalína
  • markhópur
  • samstarfsaðilar
  • fjárhagsáætlun
  • tengiliður sveitarfélags vegna umsóknarinnar

Uppfylli verkefnið markmiðið um aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 fær sveitarfélag eingreiðslu í byrjun júní.

Þau sveitarfélög sem fá fjárframlag til verkefnisins skulu skila stuttri skýrslu um árangur verkefnisins til félagsmálaráðuneytisins, fyrir 1. október 2020, á netfangið frn@frn.is undir heitinu “Skýrsla um aukna starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 frá (nafn sveitarfélags)“.