Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Velferðarnefnd Alþingis er nú með frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í umsagnarferli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft víðtækt samráð við sveitarfélögin og starfsmenn þeirra í gerð umsagnar þess. Meðal annars var bryddað uppá þeirri nýjung að halda fjarfund þar sem hátt í 130 manns tóku þátt.

Á fundinum var farið yfir helstu álitamál frumvarpsins og ólík sjónarmið rædd. Fundurinn var mjög gagnlegur og mun sambandið halda áfram að nýta sér fjarfundartæknina í framtíðinni þegar mikilvægar lagabreytingar eru í farvatninu.

Ljósmynd: Luna Lovegood / Pexels