Í morgun efndi Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Vímuefnavandi ungmenna – hvar getum við gert betur? Aukin neysla ungs fólks á ávana- og fíkniefnum og normalísering slíkrar neyslu var á meðal þess sem fjallað var um.
Aukin neysla ungs fólks á ávana- og fíkniefnum og normalísering slíkrar neyslu var á meðal þess sem fjallað var um á fjölsóttum fundi Náum áttum hópsins, samstarfshópi um fræðslu- og forvarnarmál, nú í morgun.
Yfirskrift fundarins var Vímuefnavandi ungmenna - hvar getum við gert betur? Mikill áhugi var á fundinum og var honum streymt beint á vef sambandsins.
Erindi fundarins voru tvö. Það fyrra flutti Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og fjallaði hann m.a. um þá normalíseringu sem er að eiga sér stað í neyslu ýmiss konar ávana- og fíkniefna og aukna útbreiðslu þessara efna á meðal ungs fólks sem fellur ekki undir hefðbundna áhættuhópa.
Í síðara erindinu sagði Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, frá ungum fíkli sem féll nýlega fyrir eigin hendi og þann lærdóm sem mennta- og heilbrigðiskerfi geta dregið af átakanlegri sögu hans.
Að erindum loknum voru pallborðsumræður þar sem eftirtaldir tóku þátt:
- Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá LHR,
- Guðrún Marinósdóttir, deildarstjóri/félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur,
- Vilborg Grétarsdóttir, þroskaþjálfi/félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur,
- Kjell Hymer, unglingafulltrúi hjá Barnavernd Kópavogs,
- Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og
- Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala.
Fundarstjóri var Ólöf Ásta Farestveit. Nálgast má upptökur af erindum og pallborðsumræðum á vef sambandsins.