Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2024

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2024 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Frá Vestmannaeyjum.

Tekju- og eignamörk hækka um 5,6% frá 1. janúar 2024. Viðmiðin voru síðast hækkuð í júní 2023. 

Samtals hafa tekju- og eignamörkin hækkað um 8,24% frá 1. janúar 2023.

Nýju tekjumörkin eru eftirfarandi:

 Fjöldi
 heimilismanna
 Neðri
 tekjumörk
 á ári
 Efri
 tekjumörk
 á ári
 Neðri
 tekjumörk
 á mánuði
 Efri
 tekjumörk
 á mánuði
 1 5.217.376 6.521.721 434.782 543.477
 2 6.900.400 8.625.501 575.033 718.793
 3 8.078.518 10.098.147 673.210 841.513
 4 eða fleiri 8.751.727 10.939.657 729.310 911.637
Tekjumörk vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2024.


Eignamörk hækka úr 7.336.805 kr. í 7.747.666 kr.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.