Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stofnað fjóra nýja umræðuhópa á Facebook til að auka samskipti og samráð um einstaka málaflokka.
Um er að ræða umræðuhópa þar sem fjallað verður um úrgagnsstjórnun sveitarfélaga, umhverfis- og skipulagsmál sveitarfélaga, húsnæðismál sveitarfélaga og opinber innkaup sveitarfélaga. Allt eru þetta lokaðir hópar á Facebook fyrir starfsfólk sveitarfélaga, landshlutasamtaka og fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna auk sveitarstjórnarfólks. Þeim er ætlað að vera vettvangur skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar á viðkomandi málefnasviðum.
Markmið með stofnun þessara hópa er að opna á tækifæri til að miðla upplýsingum og reynslu, leita ráða og spyrjast fyrir um hvað það sem meðlimir þurfa hverju sinni. Áhugaverðum og fræðandi viðburðum, greinum og pistlum sem snerta viðkomandi málaflokka er hægt að deila á síðunum. Einnig eru síðurnar hugsaðar sem umræðuvettvangur til að ræða álitamál og annað slíkt tengt starfinu. Sambandið vonast til að sem flestir nýti sér þessar síður til að efla umræðu og auka þekkingu um þessa mikilvægu málaflokka.
- Hópur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga
- Hópur um umhverfis- og skipulagsmál en einnig loftslagsmál
- Hópur um húsnæðismál sveitarfélaga
- Hópur um opinber innkaup sveitarfélaga
Sambandið beinir þeim tilmælum til stjórnenda, sérfræðinga og kjörinna fulltrúa að þeir skrái sig til þátttöku og veki jafnframt athygli samstarfsfólks á þessum hópum.