Vilt þú verða hluti af öflugri liðsheild sem vinnur að velferð í samfélaginu? 

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að lausnamiðuðum og framsæknum einstaklingi í liðið. Við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi!

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að framsæknum og lausnamiðuðum einstaklingi á lögfræði- og velferðarsvið. Helstu verkefni viðkomandi munu snúa að þjónustu við fatlað fólk og velferðarþjónustu almennt. Starfsfólk sambandsins sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin m.a. við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þ.m.t. við greiningu á kostnaði og fjármögnun þjónustu. Einnig felst í starfinu ráðgjöf til sveitarfélaga um túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. 

Við leitum að sérfræðingi með lögfræðimenntun, menntun í opinberri stjórnsýslu eða aðra menntun sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um mjög góða þekkingu á helstu löggjöf  á sviði velferðarmála, stjórnsýslurétti og mannréttindum. Einnig er mikilvægt að umsækjendur hafi þekkingu og áhuga á málefnum sveitarfélaga.  

Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, þjónustulund, hæfni í mannleg um samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst en um er að ræða framtíðarstarf. Gott vald á íslensku í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku er mikilvæg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.  

Starfsaðstaða 

Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn hóp og skapar starfsfólki gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi. Jafnræðis skal gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík. 

Frekari upplýsingar um starfið 

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900. 

Sótt er um starfið á alfred.is en um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember. 

 Ef þetta heillar þá viljum við heyra í þér!