Heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna

Samhliða uppskiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti um sl. áramót, varð til nýtt ráðuneyti barnamála, sem heyrir nú undir  félagamálaráðherra. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur í framhaldinu boðað heildarendurskoðun á málefnum barna og er undirbúningur þeirrar vinnu vel á veg kominn.

Samhliða uppskiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti um sl. áramót, varð til nýtt ráðuneyti barnamála, sem heyrir undir  félagamálaráðherra. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur í framhaldinu boðað heildarendurskoðun á málefnum barna og er undirbúningur þeirrar vinnu vel á veg kominn.

Endurskoðuninni er ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra á öllum sviðum og markvissa eftirfylgni með aðgerðum innan málaflokksins.

Auk þess sem mótuð verður ný stefna, framtíðarsýn og markmiðssetning fyrir stjórnvöld í málefnum barna, verður fjögurra ára framkvæmdaáætlun lög fyrir Alþingi, þar sem aðgerðum verður forgangsraðað og einstök markmið innan málaflokksins verða útfærð. Að því loknu tekur svo við innleiðing hinnar nýju barnamálastefnu og framkvæmdaáætlunar.

Stefnumótun og gerð framkvæmdaáætlunar hefur verið falin stýrihópi í málefnum barna sem skipaður var þann 15. jan. sl. Í hópnum eiga sæti fulltrúar heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis og félags- og barnamálaráðuneytis. 

Einnig er talið brýnt að stuðlað verði að þverpólitískri samstarfi og samstöðu á Alþingi um málefni barna. Verður þverpólitískri þingmannanefnd falið það verkefnið að halda utan um  þær breytingar sem nauðsynlegar eru á lagaramma málaflokksins, með hliðsjón af því að opinber þjónusta við börn verði samhæfðari en nú er, að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa þegar þörf krefur og að þjónusta við börn verði samfelld og gangi þvert á þjónustukerfi. Enn fremur verður áhersla lögð á að ábyrgð og verkaskipting innan málaflokksins verði skýr og að eftirfylgni þjónustu verði tryggð.  

Með þingmannanefndinni munu starfa verkefnastjóri félagsmálaráðuneytisins, stýrihópur í málefnum barna og fulltrúi sambandsins.

Varðandi aðild sveitarfélaga að endurskoðun málaflokksins, þá undirrituðu ráðherrar fyrrgreindra ráðuneyta og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 7. september 2018  viljayfirlýsingu um aukið samstarf í málefnum sem varða velferð barna. 

Með undirritun sinni hafa aðilar skuldbundið sig til að vinna saman að því að brjóta niður múra sem kunna að myndast á milli kerfa og hindra að börn fái heildstæða og samhæfða þjónustu af hálfu þess opinbera. Kveðið verður nánar á um útfærslu samstarfsins í sameiginlegri aðgerðaáætlun. Viljayfirlýsingin var lögð fyrir 863. stjórnarfund sambandsins í september sl.

Þá verður einnig skipað ráðherra og stýrihópi til ráðgjafar sérstakt ráð, sem í eiga sæti fulltrúar stofnana, félagasamtaka og fleirri hagaðila. Börn munu jafnframt fá beina aðkomu að endurskoðun málaflokksins og stuðning við að tjá afstöðu sína.