Öldungaráð og notendaráð í þjónustu við fatlað fólk

Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. október nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er ráð fyrir því gert að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.

Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga taka gildi þann 1. október nk. Meðal nýmæla er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna. Er ráð fyrir því gert að öldungaráð starfi í hverju sveitarfélagi eða á grundvelli samvinnu milli sveitarfélaga.

Öldungaráðum er fyrst og fremst ætlað að vera formlegur vettvangur fyrir samráð við notendur um öldunarþjónustu. Samsvarandi skipan kemur til framkvæmda þann 1. október nk. varðandi notendaráð í þjónustu við fatlað fólk til samræmis við breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þar sem öldungaráðum er hins vegar ætlað að taka við hlutverki þegar gildandi þjónustuhópa er rétt að hafa neðangreind atriði sérstaklega í huga við það val fulltrúa sem nú fer fram á vettvangi nýkjörinna sveitarstjórna:

  1. Við næstu endurskoðun á samþykktum sveitarfélags um stjórn og fundarsköp verði öldungaráð talin upp meðal annarra nefnda, ráða og stjórna sem sveitarstjórn kýs fulltrúa í (þessi upptalning er yfirleitt í staflið sem kemur á eftir fastanefndum sveitarstjórnar). Fulltrúum sveitarfélags í öldungaráði er með þessu veitt staða sem er hliðstæð fulltrúum þess á aðalfundum landshlutasamtaka og vettvangi annarra aðila af svipuðum toga. Í samþykktinni ætti að vísa til þess á kjörið fari fram á grundvelli 2. mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga (með síðari breytingum) með hliðsjón af 8. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra (með síðari breytingum).
  2. Kjör á fulltrúum sveitarfélags í öldungaráði fari fram þegar samþykktir hafa verið endurskoðaðar. Sú leið er einnig möguleg, þar sem öldungaráði er ætlað að leysa af hólmi þjónustuhópa sem hingað til hafa starfað (að nafni til þó í flestum tilvikum), að fulltrúar sem sveitarstjórn velur til setu í þjónustuhópi á fyrsta eða öðrum fundi sínum eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar verði sjálfkrafa að fulltrúum sveitarfélagsins í öldungaráði. Þetta er þó háð því að sama skipan verði áfram á samstarfi um þjónustusvæði þar sem það á við.

Þess ber að gæta að öldungaráð hafa almennt ekki formlega stöðu innan nefndakerfis sveitarfélags. Af því leiðir að hvert öldungaráð fyrir sig setur sér starfsreglur um framkvæmd verkefna, þar á meðal gerð tillagna til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.

Sambandið vinnur nú að greinargerð um þau atriði sem sveitarfélög þurfa að huga að samhliða gildistöku nýrra og breyttra laga. Greinargerðin verður send sveitarfélögum auk þess sem svör við algengum spurningum verða aðgengileg á vef sambandsins.

Í minnisblaðinu hér að neðan eru þau lagaákvæð reifuð sem snúa að öldungaráðum og taka gildi eins og áður segir 1. október nk.

Oldungarad