Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.

Markmið reglugerðarinnar er að fjalla um almenn hæfisskilyrði og þær menntunarkröfur sem gerðar eru til tengiliða og málstjóra sbr. lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Sambandið hvetur sveitarfélög til að kynna sér reglugerðina og senda inn umsögn eða senda starfsfólki sambandsins ábendingar um efni reglugerðarinnar ef við á.