Brák hses. tekur til starfa

Þann 4. mars sl. var gengið frá stofnun nýrrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, sem fékk nafnið Brák hses.

Húsnæðissjálfseignarstofnanir starfa samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016. Hlutverk þeirra er að eiga og reka almennar íbúðir en það eru íbúðir sem byggðar hafa verið eða keyptar með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum og er ætlaðar leigjendum sem eru undir tilteknum tekju- og eignamörkum.

Markmiðið með stofnun Brákar hses. er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.

Stofnaðilar Brákar hses. eru 31 sveitarfélag víðs vegar að af landinu og stendur stofnaðilum til boða að leggja almennar íbúðir í þeirra eigu inn í félagið. Aðalmenn í stjórn félagsins voru kosin

  • Þórdís Sif Sigurðardóttir, Borgarbyggð,
  • Kristján Svan Kristjánsson Ísafjarðarbæ,
  • Helgi Héðinsson Skútustaðahreppi,
  • Snorri Styrkársson Fjarðabyggð og
  • Ása Valdís Árnadóttir Grímsnes- og Grafningshreppi.

Á meðal fyrstu verkefna stjórnar Brákar hses. verður að skoða gerð samstarfssamnings við leigufélagið Bríeti, sem er í eigu HMS. Ef þau áform ganga eftir getur framkvæmdastjóri Bríetar jafnframt sinnt framkvæmdastjórn fyrir Brák hses. í hlutastarfi. Miklir möguleikar geta jafnframt verið til staðar um samstarf milli Bríetar og Brákar þegar horft er til framtíðar um uppbyggingu húsnæðis á landsbyggðinni.

Fundargerð framhaldsaðalfundar sem haldinn var 4. mars 2022