Námskeið fyrir félagsmálanefndir sveitarfélaga

Þann 11. október n.k. verður efnt til námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk félagsþjónustu. Námskeiðið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 09:00-15:30. Námskeiðið verður í beinu streymi og eru nefndarmenn og starfsfólk sem ekki eiga heimagengt hvött til að sameinast á einum stað og horfa saman á námskeiðið.

Þann 11. október n.k. verður efnt til námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsfólk félagsþjónustu. Námskeiðið verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 09:00-15:30. Námskeiðið verður í beinu streymi og eru nefndarmenn og starfsfólk sem ekki eiga heimagengt hvött til að sameinast á einum stað og horfa saman á námskeiðið.

Markmið námskeiðsins

Markmið námskeiðsins er að kjörnir fulltrúar í félagsmálanefndum sveitarfélaga fái góða innsýn í þá þætti í lagaumhverfi félagsþjónustu sem helst reynir á í starfi þeirra.

Farið verður yfir það hlutverk sem fulltrúi í félagsmálanefnd tekst á hendur, verkaskipti milli félagsmálanefnda og starfsmann félagsþjónustu og þau mismunandi form sem starfsemi félagsþjónustu tekur á sig, m.a. eftir stærð þess samfélags sem hún þjónar.