Starf félagsþjónustufulltrúa sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf í maí.

Gerð er krafa um félagsráðgjafamenntun (MA í félagsráðgjöf) eða sambærilega menntun, ásamt góðri reynslu af störfum í félagsþjónustu sveitarfélaga og/eða opinberri stjórnsýslu sem nýtist í starfi. Þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga er mikilvægur kostur. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, netfang: gudjon.bragason@samband.is, eða Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is eða í síma 515-4900.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna nánari starfslýsingu sem og mannauðsstefnu sambandsins.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf félagsþjónustufulltrúa, berist eigi síðar en 6. mars nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða á netfangið samband@samband.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.