Lokaniðurstöður norræns samstarfsverkefnis; Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndum hafa verið birtar á vef Stjórnarráðsins.
Verkefnið fólst í því að kortleggja hvernig Norðurlandaþjóðirnar hlúa að velferð og vellíðan barna á fyrstu æviárunum í gegnum meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd, leikskóla og tengd þjónustukerfi og greina helstu styrkleika og veikleika í þessum efnum. Í lokaskýrslu verkefnisins eru lagðar fram tillögur til norrænna stjórnvalda um hvernig megi styðja betur við geðheilsu ungra barna og heilbrigt upphaf í lífinu.
Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið áttu frumkvæði að verkefninu sem embætti landlæknis hefur leitt fyrir Íslands hönd með þátttöku Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands.
Tillögur til norrænna stjórnvalda
Meðfylgjandi er lokaskýrsla samstarfsverkefnisins þar sem farið er yfir helstu niðurstöður þess og lagðar fram stefnumótunartillögur til norrænna stjórnvalda um hvernig megi styðja betur við geðheilsu ungra barna og heilbrigt upphaf í lífinu. Tillögurnar snúa að eftirfarandi sex meginatriðum:
- Viðurkenna mikilvægi fyrstu 1000 daga lífsins fyrir geðheilsu og vellíðan ævina á enda.
- Veita alhliða stuðning fyrir foreldra á meðgöngu og fyrstu æviárum barna.
- Finna og bregðast kerfisbundið við áhættuþáttum snemma á lífsleiðinni.
- Bæta jöfnuð og gæði í þjónustu við ung börn og fjölskyldur þeirra.
- Efla samstarf kerfa í þágu ungra barna og fjölskyldna þeirra.
- Efla rannsóknir, þekkingu og skilning á fyrstu 1000 dögum lífsins.
Lokaráðstefna verkefnisins í Hörpu 27. júní
Þann 27. júní nk. verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Hörpu í Reykjavík. Yfirskrift hennar er The First 1000 days in the Nordic Countries – Supporting a Healthy Start in Life og verður opnað fyrir skráningu fljótlega á www.first1000days.is
Lokaskýrslan: The First 1000 Days in the Nordic Countries: Policy Recommendations
Fyrri skýrslur úr verkefninu: