Sumarstörf fyrir námsmenn

Líkt og í fyrrasumar stýrir Vinnumálastofnun átaki um sumarstörf fyrir námsmenn. Öll sveitarfélög eiga að hafa fengið sendar upplýsingar frá stofnuninni þar sem þau eru hvött til að hefja undirbúning fyrir átakið, móta störf og verkefni sem geta fallið að því og senda upplýsingar til Vinnumálastofnunar samkvæmt leiðbeiningum frá stofnuninni.

Allar nánari upplýsingar um forsendur og ferlið er að finna í upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

Í heild er gert ráð fyrir að sveitarfélög fái um 1.400 störf til úthlutunar. Í ár var ákveðið að úthluta sumarstörfum annars vegar með hliðsjón af fjölda á vinnumarkaði í hverju sveitarfélagi fyrir sig og hins vegar var tekið tillit til atvinnuleysis umfram landsmeðaltals til að komið til móts við þau sveitarfélög þar sem atvinnuástandið er mjög erfitt. Óski sveitarfélög eftir fleiri ráðningarheimildum er þeim var úthlutað í upphafi eru þau beðin um að senda inn óskir um það til Vinnumálastofnunar fyrir 15. maí. Að sama skapi eru sveitarfélög beðin um að upplýsa Vinnumálastofnun fyrir 15. maí ef þau ætla ekki að fullnýta ráðningarheimildir svo hægt sé að úthluta þeim að nýju.

Sambandið hvetur sveitarfélög til að taka virkan þátt í átakinu og vera í sambandi við Vinnumálastofnun ef einhverjar spurningar vakna.