Byltingar kosta sitt

Ríkið verður að veita opinberu skattfé til sveitarfélaga í takti við þann þau nýju útgjöld, sem gildistaka breyttra laga um félagsþjónustu mun velta yfir á þau, að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar eftir vantar að minnsta kosti 100 m.kr. á ári inn í þá akstursþjónustu sem ætlunin er að sveitarfélögin sjái um. Fámennari og dreifbýlli sveitarfélög standa verst að vígi gagnvart þessum fyrirhuguðu breytingum.

Ríkið verður að veita opinberu skattfé til sveitarfélaga í takti við þann þau nýju útgjöld, sem gildistaka breyttra laga um félagsþjónustu mun velta yfir á þau, að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar eftir vantar að minnsta kosti 100 m.kr. á ári inn í þá akstursþjónustu sem ætlunin er að sveitarfélögin sjái um. Fámennari og dreifbýlli sveitarfélög standa verst að vígi gagnvart þessum fyrirhuguðu breytingum.

Kastljos---akstursthjonustaHeildarendurskoðunar laga

Um alllangt skeið hefur verið unnið að heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk. Sér loks fyrir endann á því máli, en Alþingi áformar að ljúka afgreiðslu á frumvörpum ríkisstjórnarinnar, sem eru tvö talsins og voru lögð fram að nýju í desember sl. nánast óbreytt frá fyrra þingi. Auk þess sem slík endurskoðun var talin löngu tímabær, en gildandi lög eru að stofni til frá árinu 1992, þótti einnig rétt að sæta lagi og innleiða samhliða þau ákvæði  í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem snúa að þjónustu.

Sáttmálinn komst nýlega í fréttir, þar sem umboðsmaður Alþingis kemst í áliti sínu að þeirri niðurstöðu, að akstursþjónusta fatlaðs fólks í Vesturbyggð uppfylli ekki samningsákvæði hans. Í því máli reyndi á skyldur fámenns sveitarfélags þar sem vegalengdir eru langar og samgöngur erfiðar á vetrum. Aðdragandinn er sá, að fötluð kona, sem dvaldi á öldrunarstofnun, óskaði eftir akstri á gamla heimilið sitt, eyðibýli í 60 km fjarlægð frá öldrunarheimilinu hennar. Rétt er að geta þess, að frá síðasta byggða bóli að eyðibýlinu eru um 10 km veg að fara, sem liggur að hluta yfir háls eða lágt fjall og nýtur ekki vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni.

Kostnaðaráhrif samfara nýrri heildarlöggjöf

Samband íslenskra sveitarfélaga afhenti velferðarnefnd Alþingis í maí sl. greinargerð, vegna þeirra kostnaðaráhrifa, sem heildarendurskoðun félagsþjónustunnar mun hafa í för með sér, bæði beint og óbeint á rekstur sveitarfélaga. Greindar eru þær tíu breytingar, sem munu leggjast fjárhagslega þyngst á sveitarfélögin að teknu tilliti til þeirrar hagræðingar og betri nýtingar á almannafé sem vænta má til lengri tíma litið af breytingunum.

Af öðrum umfangsmiklum málaflokkum, sem eru hér undir, má nefna NPA (notendastýrða persónulega aðstoð), stuðningsþjónustu, húsnæðismál og atvinnumál fatlaðs fólks og samspil félagsþjónustu og heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.

Verður ekki bæði haldið og sleppt

Frá fyrstu tildrögum þeirra mála sem hér um ræðir, hafa sveitarfélögin lagt megináherslu á að nýjum verkefnum eða auknum réttindum innan félagsþjónustunnar fylgi nauðsynlegir tekjustofnar. Að öðrum kosti gæti farið svo, að endurskoðun gildandi lagaramma skili ekki þeim árangri sem stefnt er að, s.s. fækkun grárra svæða í félagsþjónustu þess opinbera, bæta þjónustuna og auka skilvirkni.

Einnig hefur ítrekað verið bent á, nú síðast af formanni sambandsins í viðtali í Kastljósi á RÚV, að skipting tekjustofna verði að endurspegla þá verkaskiptingu sem samið er um á milli ríkis og sveitarfélaga. Á meðal aðgerða, sem lagðar hafa verið til af sambandinu í þessum efnum er, að samráðsnefnd verði sett á laggirnar sem vakti raunþróun kostnaðar í kjölfar gildistöku nýrra laga. Ríkissjóður geti ekki bæði komið verkefnum af sér og haldið þeim tekjustofnum eftir sem standa eigi straum af verkefnunum.

Miklar vonir bundnar við endurskoðun á núverandi lagaramma

Hvað akstursþjónustu sveitarfélaga snertir, fór sambandið þess að leit við velferðarráðuneytið í tíð síðustu ríkisstjórnar að sá kostnaður yrði metinn m.v. að þjónustan yrði skilgreind sem grunnþjónusta hjá sveitarfélögum. Í ljós kom, að miðað við þær forsendur, væri tekjur sveitarfélaga vanáætlaður og munar þar að mati sambandsins um að minnsta kosti 100 m.kr. á ári.

Verulegar vonir hafa verið bundnar við umrædda heildarendurskoðun. Gekk félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason,  svo langt í nýlegu Kastljósviðtali að leggja málið í heild sinni að jöfnu við byltingu í málefnum fólks með fötlun.

(Ljósm. er úr Kastljósumfjöllun RÚV í tilefni af úrskurði Umboðsmanns Alþingis vegna akstursþjónustu sveitarfélaga)