Skólamál
  • SIS_Skolamal_190x160

Skóla- og fræðslumál eru einn þýðingarmesti málaflokkur sem sveitarfélög annast og  í sífelldri þróun. Sveitarfélög hafa lagt metnað sinn í rekstur leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og margvíslega aðra fræðslustarfsemi og verja um það bil helmingi útgjalda sinna til þeirra mála.

Samband íslenskra sveitarfélaga er bakhjarl sveitarfélaga vegna starfrækslu skóla bæði í faglegu og rekstrarlegu tilliti eins og fram kemur í skólamálastefnu sambandsins frá 2008. Skólamál eiga erindi við öll svið sambandsins en eru að stærstum hluta vistuð á lögfræði- og velferðarsviði þess. Áherslur sambandsins miða fyrst og fremst að því að aðstoða sveitarfélög við að efla starf skólanna þannig að þeir veiti nemendum góða þjónustu með fjölbreyttu skólastarfi. Leggur sambandið áherslu á sjálfstæði sveitarfélaganna í þessum efnum sem og samvinnu þeirra í millum þegar slíkt á við. Unnið er að endurskoðun skólamálastefnu sambandsins.

Verkefni sveitarfélaga

Fréttir - skólamál

heimiliogskoli

20.5.2015 : Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra 2015

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn miðvikudaginn 20. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Að því loknu afhenti formaður dómnefndar, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis- og skóla, og Hrefnu Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra Heimilis- og skóla. Alls bárust 35 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Lesa meira
SIS_Skolamal_190x160

15.5.2015 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2015-2016 (1. ágúst 2015 - 31. júlí 2016). Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2015. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.

Lesa meira

Fleiri fréttir
Útlit síðu: