Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun um lýðheilsustefnu frá 2016, en þar er m.a. kveðið á um framleiðslu á fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum.
Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun um lýðheilsustefnu frá 2016, en þar er m.a. kveðið á um framleiðslu á fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum (aðgerð 2.1.2).
Sérfræðingar hjá embættinu ákváðu í samráði við faghóp Heilsueflandi leikskóla að gera fræðslumyndbönd með yfirskriftinni „Vellíðan leikskólabarna“. Lögð var áhersla á að myndböndin væru aðgengileg og á léttum nótum, leikin og talsett af börnum. Þá var einnig lögð rík áhersla á að í hverju myndbandi kæmu fram ákveðin lykilskilaboð sem byggja á rannsóknum. Hægt er að velja íslenskan, enskan og pólskan texta.
Vellíðan leikskólabarna - Hvíld og svefn
Vellíðan leikskólabarna – næring og matarvenjur
Vellíðan leikskólabarna – hreyfing og útivera
Vellíðan leikskólabarna – hegðun og samskipti