Sameiginlegur fundur fræðslumála- og félagsþjónustunefnda sambandsins

Miðvikudaginn 5. febrúar sl. fór fram fyrsti sameiginlegi fundur tveggja fastanefnda hjá sambandinu, þ.e. félagsþjónustunefndar og fræðslumálanefndar. Nefndum sambandsins, sem skipaðar eru fag- og sveitarstjórnarfólki í bland, hafa það hlutverk með höndum að vera ráðgefandi við stjórn og starfsmenn sambandsins á þeim fagsviðum sem heyrir undir þær.

Miðvikudaginn 5. febrúar sl. fór fram fyrsti sameiginlegi fundur tveggja fastanefnda hjá sambandinu, þ.e. félagsþjónustunefndar og fræðslumálanefndar. Nefndir sambandsins, sem skipaðar eru fag- og sveitarstjórnarfólki í bland, hafa það hlutverk með höndum að vera ráðgefandi við stjórn og starfsmenn sambandsins á þeim fagsviðum sem heyrir undir þær.

Eins og alkunna er þá er mikil umræða meðal opinberra aðila um mikilvægi þess að samhæfa þjónustu mismunandi kerfa hins opinbera þvert á ráðuneyti, stjórnsýslustig og stofnanir hins opinbera í þágu barna, ungmenna, fjölskyldna og annarra sem þurfa þjónustunnar með. Það þótti því tilhlýðilegt að þessar tvær nefndir sambandsins stilltu saman strengi sína og á þessum fyrsta sameiginlega fundi var einmitt fjallað um drög að nýju frumvarpi, sem unnið er þvert á ráðuneyti og fjallar um samþættingu allrar velferðarþjónustu í þágu barna. Auk þess komu fulltrúar Rannsókna og greininga á fundinn og gerðu grein fyrir rannsóknum sínum á högum og líðan ungmenna s.l. 20 ár og hagnýtingu sveitarfélaga á þessum mikilvægu upplýsingum inn í stefnumótun og ákvarðanatöku. Loks var fjallað um stöðu og framgang máls er varðar breytt fyrirkomulag talmeinaþjónustu við börn og ungmenni og fyrirhugaðan fund með heilbrigðisráðherra um málið, sem fram fer í vikunni.

Ákveðið var að nefndirnar myndu funda sameiginlega með reglubundnum hætti þegar málefnin gæfu tilefni til þess og ljóst var af þessum fyrsta fundi að samlegðin er mikil.

Í félagsþjónustunefnd eiga sæti:

  • Friðrik Már Sigurðsson sveitastjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra,
  • Guðrún Sigurðardóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar,
  • Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
  • Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar og
  • Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri barna- og fjölskyldusvið Hafnarfjarðar.

Félagsþjónustufulltrúi sambandsins er María Ingibjörg Kristjánsdóttir

Í fræðslumálanefnd eiga sæti:

  • Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í Borgarbyggð,
  • Einar Már Sigurðarson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð,
  • Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs í Reykjanesbæ,
  • Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í Sveitarfélaginu Skagafirði og
  • Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavík.

Skólamálafulltrúi sambandsins er Svandís Ingimundardóttir

Frá sameiginlegum fundi fræðslumálanefndar og félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fór 5. febrúar sl. Aftari röð frá vinstri: Rannveig Einarsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, María Ingibjörg Kristjánsdóttir, Skúli Þór Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins. Fremri röð frá vinstri: Anna Magnea Hreinsdóttir, Helgi Arnarson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Már Sigurðarson, Guðrún Sigurðardóttir og Svandís Ingimundardóttir.

Frá sameiginlegum fundi fræðslumálanefndar og félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fór 5. febrúar 2020. Aftari röð frá vinstri: Rannveig Einarsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, María Ingibjörg Kristjánsdóttir, Skúli Þór Helgason, Heiða Björg Hilmisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins. Fremri röð frá vinstri: Anna Magnea Hreinsdóttir, Helgi Arnarson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Már Sigurðarson, Guðrún Sigurðardóttir og Svandís Ingimundardóttir.