Samspil 2018 er fræðsluátak um starfsþróun í þágu menntunar fyrir alla. Átakið er ætlað öllum sem koma að skóla- og fræðslustarfi og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Samspil 2018 er fræðsluátak um starfsþróun í þágu menntunar fyrir alla. Átakið er ætlað öllum sem koma að skóla- og fræðslustarfi og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fræðsla fer að mestu fram á netinu og fá þátttakendur að kynnast því hvernig samfélagsmiðlar og tengslanet stuðla að uppbyggilegri og áframhaldandi starfsþróun.
Markmiðið er að fræða þátttakendur um nýjar kennsluaðferðir og námstækni fyrir fjölbreytta nemendahópa. Samhliða eru byggð upp öflug og kvik starfssamfélög skólafólks á netinu og í raunheimi.
Að framkvæmd átaksins koma Menntamiðja, Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og stýrihópur um úttekt á menntun fyrir alla. Þá koma einnig að verkefninu fjöldi sérfræðinga og fræðimanna úr fræðslu- og menntakerfinu.
Markhópar átaksins eru starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsfólk tónlistarskóla og annarra listaskóla, starfsfólk frístundaheimila og tómstundamiðstöðva og aðrir þeir sem koma að skóla- og fræðslustarfi með einhverjum hætti.
- Nánar um Samspil 2018 og skráning
- Starfsþróun kennara - vefur samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda