Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands hefja í dag sameiginlega fundaferð um landið. Um kynningarfundi er að ræða, þar sem skólastjórnendum gefst kostur á að fjalla um þau mál sem á þeim brenna, bæði út af innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf og framhaldi Mentormálsins svonefnda.
Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands hefja í dag sameiginlega fundaferð um landið. Um kynningarfundi er að ræða, þar sem skólastjórnendum gefst kostur á að fjalla um þau mál sem á þeim brenna, bæði út af innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf og framhaldi Mentor-málsins svonefnda.
Haldnir verða sex fundir um land allt frá 1. til 15. júní eða Hafnarfirði, Egilsstöðum, Ísafirði, Eyrarbakka, Akranesi og Akureyri.
Fundirnir voru skipulagðir í samvinnu við fræðslustjóra eða skólaskrifstofur í viðkomandi landshluta. Einn þeirra verður jafnframt tekin upp og verður upptakan gerð aðgengileg hér á vef sambandsins.
Þess má svo geta að fundirnir eru ætlaðir skólastjórum og öðrum lykilstjórnendum sem vinna með persónuverndarmál innan skólans. Þeir eru skipulagðir í framhaldi af þeirri miklu vinnu sem hefur farið fram í grunnskólum að undanförnum í tengslum við Mentor-málið, s.s. vegna áhættumats, vinnu á reglubók og verklagsreglum.
Þá eru fundirnir einnig hluti af verkefni styrktu af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga í grunnskólum.
Sjá nánar kynningu á hlekk hér að neðan.
Skipuleggjendur fundarferðarinnar (f.v.) Þórður Kristjánsson og Telma Halldórsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Sæberg, Skólastjórafélagi Íslands.