Fundað með umboðsmanni barna

Hljóðvist í skólum og undirbúningur barnaþings 2019 og var á meðal þess sem rætt var á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga með umboðsmanni barna, sem fram fór nú nýlega. Stefnt er að því að barnaþing fari fram í nóvember á næsta ári.

Hljóðvist í skólum og undirbúningur barnaþings 2019 og var á meðal þess sem rætt var á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga með umboðsmanni barna, sem fram fór nú nýlega. Stefnt er að því að barnaþing fari fram í nóvember á næsta ári.

Þá er hljóðvist í skólum stundum ekki viðunandi. Með umbótum á húsnæði og aðbúnaði er hægt að bæta starfsskilyrði bæði barna og starfsfólks skóla og var tilraunaverkefni um hljóðvist í leikskólum kynnt á fundinum. Er verkefnið unnið í samstarfi sambandsins, Akureyrarkaupstaðar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Kennarasambands Íslands, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlitsins.  

Af öðrum málefnum sem rætt var um má nefna skólaforðun og stöðu barna utan skóla, framkomnar hugmyndir um að heimila tvöfalt lögheimili og möguleikann á  skiptri búsetu með einu lögheimili. Auk þess bar einnig á góma, vel heppnað málþing um atvinnuþátttöku barna, sem fram fór á vegum umboðsmanns barna  og Vinnueftirlitsins 8. nóvember sl.

Stefnt er að því að fulltrúar sambandsins fundi með umboðsmanni barna a.m.k. einu sinni á ári til að fara yfir þau mál þar sem samvinna aðila getur leitt til framfara gagnvart börunum.

Fundur-med-umbodsmanni-barna

F.v. Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur hjá embætti umboðsmanns barna, Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. (Ljósm. IH)