Endurtaka að eigin vali

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nemendur ráði því sjálfir hvort þeir endurtaki samræmd könnunarpróf, en fyrirlögn mistókst sem kunnugt er í tveimur af þremur prófum í síðustu viku. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir í vor eða haust.

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nemendur ráði því sjálfir hvort þeir endurtaki samræmd könnunarpróf, en fyrirlögn mistókst sem kunnugt er í tveimur af þremur prófum í síðustu viku. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir í vor eða haust.

Þeim nemendum sem tókst á ljúka prófunum fá afhentar niðurstöður úr þeim. Öllum í 9. bekkjar árganginum býðst síðan að taka aftur sambærileg könnunarpróf, enda er það lögbundin skylda menntamálayfirvalda að bjóða nemendum mat á námsstöðu sinni.

Þeir nemendur sem vilja ekki, að höfðu samráði við forráðamenn, endurtaka prófin verða leystir undan prófskyldu. Þessi leið er talin sanngjörnust fyrir nemendur, að því er fram kemur í frétt frá ráðuneytinu og varð því fyrir valinu, að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins.

Á fundi sem ráðherra hélt með lykilaðilum úr skólasamfélaginu í gær var sammælst um, að unnið verði að farsælli lausn málsins í framhaldi af ákvörðun ráðherra. Skoðanir hafa verið skiptar og hefur sem dæmi verið rætt um að ógilda ætti prófin þetta árið og ekki afhenda nemendum niðurstöður þeirra.

Fundarmenn voru einnig sammála um að framhaldsskólum verði óheimilt að nota niðurstöður úr samræmdu könnunarprófunum vegna mats á umsóknum nemenda og verður reglugerð þar að lútandi breytt til því samræmis. 

Prófniðurstöðum verður því eingöngu ætlað að gefa nemendum vísbendingu um eigin námsstöðu, svo að þeir geti nýtt sem best lokaárið sitt í grunnskóla.

 

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, í 19 fréttum Ríkissjónvarps í gærkvöldi.