Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Flugvéladekkjaskeið, sturtuhandklæðaskápur og hjálmalás voru þær uppfinningar sem hlutu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG), sem fór nýlega fram í Háskólanum í Reykjavík.

Flugvéladekkjaskeið, sturtuhandklæðaskápur og hjálmalás voru þær uppfinningar sem hlutu aðalverðlaun Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG), sem fór nýlega fram í Háskólanum í Reykjavík.

Keppninni bárust yfir 1.200 hugmyndir frá 38 skólum víðs vegar af landinu. Úr þeim valdi síðan dómnefnd 26 hugmyndir sem kepptu til úrslita.

NKG er keppni í nýsköpun fyrir 5.–7. bekk grunnskólanna. Hún var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og var þetta því í 28. skipti sem keppnin fór fram.

Þeir nemendur sem kepptu til úrslita fóru í gegnum strangt matsferli, þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

Auk þess sem keppt eru um þrjú aðalverðlaun, er fjármálabikar Arion banka veittur fyrir bestu fjármálalausnina, tæknibikar Pauls Jóhannssonar fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu, samfélagsbikar NKG fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun, forritunarbikar NKG fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf og hönnunarbikar NKG fyrir framúrskarandi hönnun.

Enn fremur er viðurkenningin Örforritun Kóðans veitt fyrir framúrskarandi tæknilega nýsköpun þar sem forritunar er þörf og einnig eru Umhverfisverðlaun Einkaleyfastofu  veitt fyrir framúrskarandi nýsköpun á sviði umhverfismála.

Aðrir þáttakendur sem komust í úrslit hlutu viðurkenningarskjöl ásamt fjölbreyttum vinningum.

Þá veita Samtök iðnaðarins Vilja - hvatningarverðlaun kennara fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunarmenntunar á Íslandi.

Nkg-verdlaunahafarHandhafar aðalverðlauna NKG, í 1. sæti Guðjón Guðmundsson og Sölvi Páll Guðmundsson í Rimaskóla (flugvéladekkjaskeið), í 2. sæti Jóakim Uni Arnaldsson í Vesturbæjarskóla (stutuhandklæðaskápur) og í 3. sæti Salka Nóa Ármannsdóttir í Vesturbæjarskóla (hjálmalás).