Beint streymi af málþingi um skólasókn og skólaforðun

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur áhugavert málþing um skólasókn og skólaforðun mánudaginn 21. maí, kl. 08:30 til 12:00. Fylgjast má með málþinginu í beinu streymi á vef sambandsins. Þá verða upptökur af framsöguerindum einnig aðgengilegar.

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna málþing um skólasókn og skólaforðun, mánudaginn 21. maí, kl. 08:30 til 12:00. Fylgjast má með málþinginu í beinu streymi á vef sambandsins. Þá verða upptökur af framsöguerindum einnig aðgengilegar. Fullt er á málþingið og er því ekki unnt að taka við frekari skráningum.