Öryggisstefna og áhættumat grunnskóla vegna meðferðar persónuupplýsinga

Grunnskólum landsins bíður nú það verkefni, að innleiða öryggisstefnu og áhættumat vegna meðferðar persónuupplýsinga. Þó að rekja megi tildrög þess aftur til álits Persónuverndar frá árinu 2015 vegna Mentor-málsins svonefnda, mun þessi vinna auðvelda aðlögun skólakerfisins að nýjum persónuverndarlögum, þegar þar að kemur.

Grunnskólum landsins bíður nú það verkefni, að innleiða öryggisstefnu og áhættumat vegna meðferðar persónuupplýsinga. Þó að rekja megi tildrög þess aftur til álits Persónuverndar frá árinu 2015 vegna Mentor-málsins svonefnda, mun þessi vinna auðvelda aðlögun skólakerfisins að nýjum persónuverndarlögum, þegar þar að kemur.

Álitið byggir á úttekt, sem Persónuvernd hafði frumkvæði að í fimm skólum vegna ábendinga um söfnun persónuupplýsinga í vefkerfinu Mentor og leiðir í ljós, að öll notkun grunnskóla á vefkerfum eins og Mentor varði við ákvæði persónuverndarlaga.

Með hliðsjón af þessari afdráttarlausu niðurstöðu hefur síðan verið unnið að lausn Mentor-málsins í samvinnu við þá fimm skóla sem áðurnefnd úttekt náði til. Ákveðið var að vinna málið fyrst út frá þeim sem n.k. tilraunverkefni og yfirfæra að því búnu aðferðafræðina á alla grunnskóla landsins.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkti verkefnið, en á meðal þess sem það hefur skilað er öryggisstefna fyrir grunnskóla og áhættumat, sem sérfræðingur í upplýsingatækniöryggi hefur gert fyrir sveitarfélögin.

Þá hefur verið samið um fast þjónustugjald á hvern grunnskóla vegna innleiðingarinnar. Þau sveitarfélög/grunnskólar sem vilja nýta þann pakka eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það með tölvupósti á thordur.kristjansson@samband.is.

Sú heildarendurskoðun á persónuverndarlöggjöf sem nú stendur yfir, mun síðan kalla á enn frekari aðgerðir í persónuverndarmálum. Heildaráhrifin munu þó ekki skýrast að fullu fyrr en frumvarp hefur litið dagsins ljós, en stefnt er að  því nú á vorþingi 2018 skv. upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti.

Engu að síður er þegar ljóst að aðgerðir í Mentor-málinu munu gera grunnskólum auðveldara um vik, að uppfylla kröfur þessarar nýju heildarlöggjafar, þegar þar að kemur.