Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.
Á meðal þess sem hann er spurður um er hvort grunnskólinn búi börn nægilega vel undir áskoranir 21. aldarinnar, hvert hlutverk kennarans sé að hans mati, í hverju skemmtilegasta eða skilvirkasta námsumhverfi felist, hvaða hlutverki stjórnvöld eigi að gegna í grunnskólamenntun og hvort nýjungar sem virki á einum stað geti virkað annars staðar.
Með viðtalinu eru gerðar aðgengilegar upptökur af viðtalinu við Ingva Hrannar ásamt skýringarmyndum sem hann teiknaði sjálfur við efni viðtalsins.
HundrED eru góðgerðasamtök helguð leitinni að framúrskarandi kennslunýjungum í grunnskóla, með það að markmiði að stuðla að framförum og efla fræðandi grasrótarstarf á grunnskólastigi (e. K-12).
Samtökin, sem eru finnsk að uppruna, útnefndu árið 2016 eitt hundrað handhafa að framúrskarandi nýjungum og nýsköpun í finnska grunnskólakerfinu. Ári siðar færðu samtökin svo út kvíarnar og starfa nú á heimsvísu. Markmið þeirra er að verða leiðandi í nýsköpun í grunnskólastarfi árið 2020.
Menntun ætti næstu 100 árin að snúast um... (The next 100 years of education should…) Mynd e. Ingva Hrannar Ómarsson.