Á réttu róli?

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 4. nóvember nk., á Grand hóteli í Reykjavík.

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 4. nóvember nk., á Grand hóteli í Reykjavík.

Megináhersla þingsins verður á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvernig núverandi skipan þess og framkvæmd skilar nemendum til að takast á við framtíðaráskoranir.  Leitað var til ungmennaráða sveitarfélaga í þessu skyni og fengu þau sendar til sín spurningar til umfjöllunar. Til baka hafa komið margar góðar tillögur og hugmyndir, sem kynntar verða á skólaþinginu.

Fyrirlesarar og þinggestir á skólaþinginu koma úr ólíkum áttum og hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Með því að hóa því saman og hvetja til samtals og umræðna um framtíðarskipan skólakerfisins vill sambandið leggja sitt af mörkum til umræðu um framtíðarstefnumótun í málefnum skóla og menntunar.

Opnað hefur verið skráningu á þingið og dagskrá hefur verið birt með fyrirvara. Beint streymi verður af þinginu, erindin tekin upp og þau gerð aðgengileg á vef sambandsins að því loknu.

Viðtalið hér að neðan, við Svandísi Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa sambandsins, birtist í 3. tbl. Sveitarstjórnarmála sem kom út í byrjun október.

Svandis1

Svandis2