Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.

Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Sveitarfélaginu Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.

Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað; sá fyrri með forsvarsmönnum sveitarfélaga, ábyrgðaraðilum í mennta-, velferðar- og heilbrigðismálum og fulltrúum í stýrihópi vegna mótunar nýrrar menntastefnu. Fundartími er kl. 10:00 - 12:00.

Síðari fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála í heimabyggð. Fundartími síðari fundarins er kl. 13:00 - 16:00.

Boðað er til samráðs um mótun nýrrar menntastefnu með þá sannfæringu að leiðarljósi, að haghafar að gæðamenntun fyrir alla á öllum skólastigum verði, svo vel sé, að taka saman höndum og vinna sameiginlega að stefnunni í þágu allra nemenda.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til hvers fundar. Þá var fyrr á þessu ári kynningarbréf sent framkvæmdastjórum sveitarfélaga, formönnum skólanefnda, formönnum félagsmálanefnda, fræðslustjórum, félagsmálastjórum og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála. Nálgast má bréfið á hlekk hér að neðan.

 

Fundayfirlit, með fyrirvara um breytingar:

Svæði Fundarstaður Dagsetning
Suðurland Árborg Mánudagur 3. september
Suðurland Laugalandsskóli Þriðjudagur 4. september
Vesturland Akranes Mánudagur 10. september
Vesturland Grundarfjörður Þriðjudagur 11. september
Vestfirðir Ísafjörður Mánudagur 17. september
Norðurland vestra Sauðárkrókur Fimmtudagur 20. september
Eyjafjörður Akureyri Mánudagur 1. október
Eyjafjörður Akureyri Þriðjudagur 2. október
Norðurland eystra Húsavík Mánudagur 8. október
Reykjanes Reykjanesbær Mánudagur 15. október
Austurland Egilsstaðir Mánudagur 22. október
Austurland Reyðarfjörður Þriðjudagur 23. október
Hafnarfjörður Hafnarfjörður Mánudagur 29. október
Garðabær Garðabær Þriðjudagur 30. október
Hornafjörður Höfn Miðvikudagur 31. október
Kópavogur Kópavogur Mánudagur 5. nóvember
Mos/Seltjarnarnes Mosfellsbær Þriðjudagur 6. nóvember
Reykjavík Rimaskóli Mánudagur 12. nóvember
Reykjavík Seljaskóli Þriðjudagur 13. nóvember
Reykjavík Árbæjarskóli Mánudagur 19. nóvember
Reykjavík Laugalækjarskóli Þriðjudagur 20. nóvember
Reykjavík Hagaskóli Mánudagur 26. nóvember
Reykjavík Háteigsskóli Þriðjudagur 27. nóvember