Smitrakning í skólasamfélaginu

Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir stjórnendur í skólasamfélaginu um ferli í 10 skrefum sem fylgja skal þegar upp kemur smit í leik-, grunn- og tónlistarskólum, frístundastarfi og hjá dagforeldrum.

Þessar leiðbeiningar eru, auk íslensku, á ensku og pólsku og fylgja þeim sniðmát bréfa til foreldra og forráðamanna vegna ákvörðunar um úrvinnslusóttkví og sóttkví.  Þá hefur jafnframt verið útbúið sérstakt skráningarform (excel-skjal) fyrir skóla þegar upp koma smit.

Stuðningsteymi og upplýsingagjöf mikilvæg

Almannavarnir hvetja sveitarfélög til að mynda stuðningsteymi 2-3 aðila sem styðja við skólastjórnendur þegar upp kemur smit.  Sóttkví getur reynst mörgum erfið lífsreynsla og er því æskilegt eins og kostur er að fylgjast með líðan barna og starfsfólks við þessar aðstæður.  

Skólastjórnendur eru hvattir til þess að kynna sér vel þessar skilmerkilegu leiðbeiningar Almannavarna. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á Covid-síðu sambandsins.