Þrjátíu ár eru liðin frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Af því tilefni efnir Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08:15.
Þrjátíu ár eru liðin frá því að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Af því tilefni efnir Náum áttum hópurinn til morgunverðarfundar undir yfirskriftinni Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag. Fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, þriðjudaginn 5. nóvember nk. og hefst kl. 08:15.
Á fundinum mun Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, fjalla um barnasáttmálann og spyr hvort hann sé íhaldssamur eða framsækinn? Laura Lundy, prófessor við Queens háskóla í Belfast spyr hvað skiptir börn máli? (Children as human rights defenders. What matters to them?) og að lokum munu grunnskólanemendurnir Ida Karólína Harris og Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir ræða um þáttöku í loftslagsverkföllum.
Fundarstjóri er Salvör Nordal umboðsmaður barna.
Þátttökugjald er 3.000 krónur sem þarf að staðgreiða.