Úthlutun úr Námsgagnasjóði er lokið. Úthlutað var í 12. sinn úr sjóðnum og voru alls 59,8 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað er til hvers grunnskóla í samræmi við fjölda skráðra nemenda.
Úthlutun úr Námsgagnasjóði er lokið. Úthlutað var í 12. sinn úr sjóðnum og voru alls 59,8 m.kr. til ráðstöfunar. Úthlutað er til hvers grunnskóla í samræmi við fjölda skráðra nemenda.
Fjármuni sjóðsins má, samkvæmt úthlutunarreglum, einvörðungu nýta til námsgagnakaupa hjá öðrum en Menntamálastofnun. Í því felst að sjóðurinn greiðir ekki fyrir búnaðar- eða tækjakaup, en til búnaðar teljast m.a. ritföng.
Námsgagnasjóður var stofnaður á grundvelli laga um námsgögn nr. 71/2007 og hefur sjóðurinn það hlutverk að leggja grunnskólum til fjármuni vegna námsgagnakaupa. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í nóvember 2007. Í óktóber 2011 færðist umsýsla hans frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Námsgagnasjóður starfar skv. úthlutunarreglum nr. 899/2016. Frekari upplýsingar um sjóðinn veita Klara E. Finnbogadóttir á klara@samband.is eða Valgerður Ágústsdóttir á valgerdur@samband.is eða í síma 515 4900.