Í ljósi nýjustu smittalna um útbreiðslu Covid-19, og stóran hluta smita er meðal skólabarna, þá telur sambandið óábyrgt að kalla saman skólafólk alls staðar af landinu til skólaþingsins komandi á mánudag.
Þó nokkrar afboðanir höfðu þegar borist í ljósi þessa og tekin hefur verið ákvörðun um að fresta því um óákveðinn tíma.
Ræddir voru möguleikar þess að færa þingið alfarið yfir á netið en miðað við inntak þess, áherslu á beina virkni þátttakenda undir fyrirlestrum sem og í mál- og vinnustofum, klípusögur til úrlausnar fyrir stjórnmálamenn í panel o.fl. þá yrði slíkur viðburður aldrei sambærilegur á þeim tímamótum sem við viljum minnast. Á þingið voru skráðir ríflega 200 manns og það eina í stöðunni er að sýna ábyrga hegðun og fresta viðburði þar til umhverfið er orðið okkur hliðhollara.
Við höldum í þá von að unnt verði að blása til leiks á nýjan leik áður en langt um líður og þykir okkur miður að þurfa að valda þeim sem skráð sig höfðu á þingið þessum óþægindum en teljum ekki annað mögulegt í þeirri stöðu sem uppi er.
Við munum senda öllum skráðum þátttakendum, fyrirlesurum og öðrum sem að skólaþinginu standa upplýsingar um nýja dagsetningu um leið og hún liggur fyrir.
Með kærri kveðju og von um bjartari tíma.
Samband íslenskra sveitarfélaga
Hlustaðu og horfðu á tónlistarariði og reynslusögur þeirra sem stóðu að flutningi grunnskólans til sveitarfélaga árið 1996.