Norðlingaskóli hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019

Norðlingaskóli hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019 fyrir verkefnið Hjólakraftur fyrir 1.-10. bekk. Verkefnið hófst á vorönn 2016 og hefur að markmiði að fá nemendur skólans og foreldra þeirra til að hreyfa sig meira með því að hjóla. Áhersla er lögð á að ná til þeirra nemenda sem taka minnstan þátt í skólaíþróttum, búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða eru nýir íbúar í Reykjavík með erlendan bakgrunn. Um samstarfsverkefni þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Hjólakrafts og Norðlingaskóla er að ræða.

Norðlingaskóli hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019 fyrir verkefnið Hjólakraftur fyrir 1.-10. bekk. Verkefnið hófst á vorönn 2016 og hefur að markmiði að fá nemendur skólans og foreldra þeirra til að hreyfa sig meira með því að hjóla. Áhersla er lögð á að ná til þeirra nemenda sem taka minnstan þátt í skólaíþróttum, búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða eru nýir íbúar í Reykjavík með erlendan bakgrunn. Um samstarfsverkefni þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Hjólakrafts og Norðlingaskóla er að ræða.

Í niðurstöðum dómnefndar segir m.a. að Hjólakraftur stuðli að bættri lýðheilsu í gegnum hjólreiðar. Það hafi fest sig vel í sessi á þeim fjórum árum sem það hafi verið starfrækt og falli vel að markmiðum um heilsueflingu og umhverfisvæna lifnaðarhætti og leggi áherslu á þátttöku óháð efnahag. Þá auki það á félagsfærni og tengi saman ólíka einstaklinga í gegnum hjólreiðar.

Þá voru veitt tvenn hvatningarverðlaun Heimilis og skóla. Þau hlutu Lestrarvinir í Víðistaðaskóla og Hrafnistu Hafnarfirði og Þollóween, bæjarhátíð í Þorlákshöfn.