Opið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð vegna úthlutunarársins 2019-2020. Sótt er um á vef sjóðsins og er umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2019. 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð vegna úthlutunarársins 2019-2020. Sótt er um á vef sjóðsins og er umsóknarfrestur til 1. febrúar 2019. 

Stjórn Sprotasjóðs gengur út frá því, að í þeim verkefnum sem hljóta styrk beinist áhersla að þátttöku nemenda. Samstarf milli skóla og stofnana styrkir einnig umsóknir.

Áherslusvið úthlutana eru að þessu sinni eftirfarandi: 

  • Efling íslenskrar tungu - verkefnin styrki tungumálið, efli orðaforða og hugtakaskilning. Öll verkefni sem efla færni nemenda í íslensku koma til greina. Sem dæmi má nefna íslensku sem annað tungumál, eflingu íslenskrar tungu gagnvart öðrum tungumálum eða verkefni sem styrkja orðaforða og hugtakaskilning barna.
  • Lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa - verkefnin fylgi eftir úttekt á Menntun fyrir alla. Öll verkefni sem miða að lærdómssamfélagi í samvinnu ólíkra aðila koma til greina. Sem dæmi má nefna samvinnu við velferðar- eða heilbrigðisþjónustu eða samvinnu milli skóla, þvert á skólastig eða milli ólíkra skólagerða. Stjórn Sprotasjóðs gengur út frá að í þeim verkefnum sem hljóti styrk beinist áhersla að þátttöku nemenda.
  • Færni til framtíðar - verkefnin efli samskiptahæfni, skapandi hugsun, list-, verk- og tækniþekkingu. Verkefnin miði að því að efla hæfni barna og ungmenna til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar.
  • Annað

Á vef sjóðsins má svo einnig nálgast úthlutanir fyrir skólaárið 2018-2019.

Um umsýslu Sprotasjóðs sér Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, RHA.