Úttekt á læsisstefnu hjá sveitarfélögum

Um 93% grunnskólabarna á Íslandi eru í skólum sem hafa sett sér læsisstefnu. Þá hafa 87% leikskóla sett sér læsisstefnu, að því er fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Menntamálastofnun hefur gert á læsisstefnu sveitarfélaga. 

Um 93% grunnskólabarna á Íslandi eru í skólum sem hafa sett sér læsisstefnu. Þá hafa 87% leikskóla sett sér læsisstefnu, að því er fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Menntamálastofnun hefur gert á læsisstefnu sveitarfélaga. 

Af öðrum helstu niðurstöðum má nefna, að talsverður munur mælist á milli stærri og smærri sveitarfélaga. Af þeim sveitarfélögum sem sett hafa sér læsisstefnu eru 54% þeirra á meðal stærri sveitarfélaga og 6% á meðal fámennustu sveitarfélaganna. Þá hefur einungis þriðjungur sveitarfélaga sett sér formlega læsisstefnu, að því er fram kemur í frétt frá Menntamálastofnun.

Þá sögðu allir fræðslustjórar sem svöruðu, að niðurstöður læsismælinga séu nýttar á markvissan hátt, en aftur á móti segja 84% læsisstefnuna innihalda aðgerðaáætlun um hvernig bregðast eigi við vísbendingum um læsisvanda nemenda. Nálgast má frétt stofnunarinnar og skýrslu í heild sinni hér að neðan.

Markmið úttektarinnar var að athuga hvort skólar og sveitarfélög hafi sett sér læsisstefnu í samræmi við Þjóðarsáttmála um læsi og til að afla upplýsinga, svo að Menntamálastofnun geti veitt sveitarfélögum og skólum betri þjónustu vegna framkvæmdar sáttmálans. Auk úttektarinnar hefur verið unnið að eflingu ráðgjafar um læsi og gerður læsisstefnurammi, sem er einskonar leiðarljós við gerð og endurskoðun læsisstefnu.

Með læsisstefnu marka skólarnir leiðina að bættu læsi og hún er því mjög mikilvægur liður í að efla árangur nemenda í læsi. Læsisteymi Menntamálastofnunar mun nú sem fyrr annast ráðgjöf og stuðning við sveitarfélög og skóla varðandi læsisstefnugerð og aðra þætti skólastarfs sem miða að því að bæta læsi íslenskra barna.