Falinn vandi skólaforðunar

Fullt var út úr dyrum á fundi Náum áttum í morgun um þann falda vanda sem skólaforðun stendur fyrir.  Nálgast má upptökur af fundinum hér á vef sambandsins.

Fullt var út úr dyrum á fundi sem Náum áttum-hópurinn stóð fyrir í morgun um þann falda vanda sem skólaforðun veldur á grunn- og framhaldsskólastigi. Nálgast má upptökur af fundinum hér á vef sambandsins.

Á fundinum ræddu Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Hulda Björk Finnsdóttir, verkefnastjóri hjá fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar aðferðir og árangur í glímunni við skólaforðun. Vandinn hefur enn sem komið er verið lítt rannsakaður hér á landi og betur má ef duga skal í þeim efnum.

Þá sögðu Guðrún Sigríður Helgadóttir og Þórdís Þórisdóttir, náms- og starfsráðgjafar frá verkefni Menntaskólans í Kópavogi gegn brotthvarfi frá námi, en það hlaut styrk frá menntamálaráðuneytinu og hefur vakið verðskuldaða athygli.

Það voru svo þær Ásta María Reynisdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristrún Birgisdóttir, Menntamálastofnun, sem slógu botninn í þennan áhugaverða morgunverðarfund með umfjöllun um skyldur og framkvæmd ráðuneytisins við innritun í framhaldsskóla, en athyglisvert brautryðjendastarf hefur verið unnið á því sviði á undanförnum árum.

Img_2490Frá  morgunverðarfundi Náum áttum-hópsins í morgun. Í púltinu eru Una Björg og Hulda Björk (ljósm. HGJ).