Fréttir og tilkynningar

Barátta forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur borið árangur

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXXVI. landsþing sambandsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar hrósaði hún sveitarstjórnarmönnum, stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga fyrir fagleg og traustvekjandi störf á þessum sérkennilegum og fordæmalausum tímum.

Lesa meira

Evrópusáttmáli um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum – 15 árum síðar

Í ár fagna Evrópusamtök sveitarfélaga 15 ára afmæli Evrópusáttmála um Jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Af því tilefni verður þessum merka áfanga fagnað en á sama tíma fer af stað vinna við að endurskoða og uppfæra sáttmálann.

Lesa meira

Breytingar á jarðalögum

Alþingi samþykkti þann 17. maí sl. breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem hafa töluverð áhrif á starfsemi sveitarfélaga. Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi.

Lesa meira

Tillaga um breytt fyrirkomulag formannskjörs

Á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 21. maí n.k. mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður sambandsins, mæla fyrir tillögu um breytingar á samþykktum sambandsins.

Lesa meira

Drög að endurskoðaðri stefnu í byggðamálum birt í samráðsgátt

Hvítbók um byggðamál, drög að stefnumótandi byggðaáætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Leyfisbréf kennara verða aðgengileg í gegnum Ísland.is

Markmið vefsins Ísland.is er að bæta stafræna þjónustu við almenning og gera hana skýrari og hraðvirkari. Nú er unnið að því að einstaklingar geti nálgast upplýsingar um starfsleyfi sín í gegnum vefinn og þar ríða kennarar á vaðið.

Lesa meira

Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA

Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.

Lesa meira

Ársreikningar 2020 – Staðan erfið en skárri en óttast var

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman helstu þætti úr ársreikningum A-hluta tíu fjölmennustu sveitarfélaganna fyrir árið 2020. Í þessum sveitarfélögum búa fjórir af hverjum fimm landsmönnum.

Lesa meira

Verkfærakista fyrir sveitarfélög um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Verkfærakista um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna var gefin út í dag, en henni er ætlað að vera þeim til leiðbeiningar um hvernig þau geta lagt sitt af mörkum til að vinna að heimsmarkmiðunum.

Lesa meira

Vel sóttur fundur um sameiningar sveitarfélaga

Upptökur frá stafrænu málþingi um sameiningar sveitarfélaga, sem fram fór í morgun, eru nú aðgengilegar á vef sambandsins.

Lesa meira

Sumarstörf fyrir námsmenn

Líkt og í fyrrasumar stýrir Vinnumálastofnun átaki um sumarstörf fyrir námsmenn. Öll sveitarfélög eiga að hafa fengið sendar upplýsingar frá stofnuninni þar sem þau eru hvött til að hefja undirbúning fyrir átakið, móta störf og verkefni sem geta fallið að því og senda upplýsingar til Vinnumálastofnunar samkvæmt leiðbeiningum frá stofnuninni.

Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2021

Ársfundur Byggðastofnunar verður sendur út frá Sauðárkróki fimmtudaginn 6. maí kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 15:00.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp um hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóða og tilgreinda séreign

Margir sveitarstjórnarmenn muna án efa eftir lagabreytingum og uppgjöri lífeyrisskuldbindinga vegna A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs árið 2017.

Lesa meira

Handbók vinnuskóla

Umboðsmaður barna hefur gefið út Handbók vinnuskóla 2021. Í handbókinni er einnig að finna leiðbeiningar um endurmat ungmenna á vinnuskólanum og um sjálfsrýni ungmenna, ásamt öðru áhugaverðu efni um starfsemi vinnuskóla.

Lesa meira

Ársfundur NTÍ 2021

Rafrænn fundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands verður haldinn 20. maí 2021 kl. 12:00-13:00.

Lesa meira

Málþing um sameiningar sveitarfélaga

Föstudaginn 7. maí nk. efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um sameiningar sveitarfélaga. Málþingið fer fram í gegnum Teams samskiptaforritið og stendur frá kl. 08:30-10:00.

Lesa meira

Ný skýrsla frá Kjaratölfræðinefnd

Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2021.

Lesa meira