Rafrænn fundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands verður haldinn 20. maí 2021 kl. 12:00-13:00.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Ari Guðmundsson byggingarverkfræðingur fjalla um hvað hægt er að gera til að draga úr mögulegu tjóni á innviðum, s.s. vegna eldgoss á Reykjanesi. Einnig munu Hulda Ragnheiður Árnadóttir og Jón Örvar Bjarnason frá NTÍ fjalla um fyrirkomulag endurtrygginga hjá NTÍ og hvernig lágmarka má áhættu NTÍ í einstökum tjónsatburðum. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra ávarpa fundinn í upphafi hans.
Fundurinn er öllum opinn en honum verður streymt á www.nti.is/arsfundur.