Fréttir og tilkynningar

Þrjú störf án staðsetningar

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.

Lesa meira

Stærstu regnhlífarsamtök sveitarfélaga í Evrópu, CEMR, 70 ára

CEMR var stofnað í kjölfar tveggja heimstyrjalda þar sem þjóðir Evrópu börðust innbyrðis. Þegar CEMR varð til 1951 hafði fasisminn verið brotinn á bak aftur á Ítalíu og í Þýskalandi en einræði, bæði til hægri og vinstri, réð ennþá ríkjum í suður, austur og mið Evrópu.

Lesa meira

Brennur þú fyrir forvörnum?

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Lesa meira

Mælaborð Byggðastofnunar

Opnað hefur verið vefsvæði á heimasíðu Byggðastofnunar fyrir mælaborð með ýmsum byggðatengdum upplýsingum. Í lok sumars kom út gagnatorg um íbúa sveitarfélaga og landshluta og fyrir jól bættist við kortamælaborð um húsnæði fyrir störf án staðsetningar.

Lesa meira

Frumvarp um brottfall laga til að einfalda regluverk lagt fram á Alþingi

Þann 18. febrúar mælti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir frumvarpi um brottfall 25 laga á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Lögin, sem lagt er til að felld verði brott, hafa öll lokið hlutverki sínu en eru að formi til enn í gildi. Elstu lögin eru frá árinu 1917. Með niðurfellingu lagnna er verið að einfalda regluverk og fella niður úrelt lög, eða lög sem hafa lokið hlutverki sínu.

Lesa meira

Afstaða Evrópuþingsins gagnvart hringrásarhagkerfinu

Framkvæmdastjórn ESB vinnur samkvæmt aðgerðaáætlun um innleiðingu hringrásarhagkerfisins sem gefin var út í mars 2020. Hún leysir af hólmi áætlun sem ríki ESB hafa starfað eftir frá 2015.

Lesa meira

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2021-2024

Í fréttabréfi Hag- og upplýsingasviðs er gerð ítarleg grein fyrir fjárhagsáætlunum A-hluta sveitarfélaga fyrir árin 2021-2024. Þar kemur fram að fjárhagsáætlanir fyrir árið 2021 litast mjög af kórónuveiru kreppunni. Kemur það annars vegar fram í lægri tekjum og verri afkomu í ár en hins vegar í auknum fjárfestingum sem ætlað er að mynda viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarsbúskapnum.

Lesa meira

Svæðanefnd ESB skilgreinir lista- og menningargeirann sem grunnþjónustu

Svæðanefnd ESB hvetur ríki Evrópu til að styðja betur við lista- og menningargeirann í álfunni, en ljóst er að sóttvarnaraðgerðir hafa mikil áhrif á afkomu bæði fyrirtækja og einstaklinga sem byggja lífsviðurværi sitt á list og menningu.

Lesa meira

Sambandið auglýsir spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga

BÚIÐ ER AÐ RÁÐA Í STARFIÐ!
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Ályktun Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA um tillögur ESB varðandi lágmarkslaun í Evrópu

Á fundi Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA sem fram fór nýverið var samþykkt ályktun um tillögur framkvæmdastjórnar ESB varðandi lágmarkslaun í Evrópu.

Lesa meira

Umsögn um lagafrumvarp og stefnu um vindorku

Sambandið hefur veitt umsögn í samráðsgátt um drög að breytingum á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun ásamt skilabréfi starfshóps þriggja ráðuneyta sem vann að tillögum um meðferð vindorku innan verndar- og orkunýtingaráætlunar, og drögum að þingsályktun um meginreglur og viðmið við mat á vindorkukostum.

Lesa meira

Styrkir til sveitarfélaga í dreifðum byggðum

Byggðastofnun auglýsir styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem fylgt hafa COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd í dreifðustu byggðum landsins. Veittar eru 14 m.kr. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021.

Lesa meira

Dagur íslenska táknmálsins 11. febrúar

Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar ár hvert. Að þessu sinni verður óhefðbundin dagskrá vegna samkomutakmarkana á Covid-19 tímum.

Lesa meira

Öðruvísi öskudagur

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóli hafa tekið saman leiðbeiningar vegna öskudagsins, 17. febrúar nk.

Lesa meira

Kveikjum neistann!

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins staðfestu vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda, með sérstakri áherslu á stöðu drengja.

Lesa meira

Starf móttökuritara hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu móttökuritara á rekstrar- og útgáfusviði. Móttökuritari starfar ásamt öðru starfsfólki að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem varða starfsemi sveitarfélaga ásamt því að sinna hefðbundnum skrifstofustörfum.

Lesa meira

Dagur leikskólans og Orðsporið 2021

Þann 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Lesa meira

Vefnámskeið um EFTA og EES samninginn

Þriðjudaginn 9. febrúar stendur EFTA skrifstofan í Brussel fyrir vefnámskeiði um EFTA og EES samninginn.

Lesa meira