Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóli hafa tekið saman leiðbeiningar vegna öskudagsins, 17. febrúar nk.
Í leiðbeiningunum eru foreldrar, skólar, foreldrafélög og fyrirtæki hvött til þess að halda upp á daginn í nærumhverfi barnanna. Hvatt er til þess að fullorðnir jafnt sem börn mæti í búningum og að gamlar hefðir, s.s. að sauma öskupoka og slá köttinn úr tunnunni, verði endurvaktar. Með sóttvarnir í huga að sjálfsögðu.
Sælgætissöngur
Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja í hverfinu benda Almannavarnir á það að upplagt er fyrir foreldrafélög að halda utan um slíkar heimsóknir, kanna það fyrir fram hvar hægt er að koma við og syngja og fyrirtæki sem taka á móti litlum söngfuglum gæti að sóttvörnum í hvívetna og afhendi aðeins sérinnpakkað sælgæti.