CEMR var stofnað í kjölfar tveggja heimstyrjalda þar sem þjóðir Evrópu börðust innbyrðis. Þegar CEMR varð til 1951 hafði fasisminn verið brotinn á bak aftur á Ítalíu og í Þýskalandi en einræði, bæði til hægri og vinstri, réð ennþá ríkjum í suður, austur og mið Evrópu.
Stofnendur CEMR voru mjög meðvitaðir um að friður og lýðræði eru dýrmæt en viðkvæm gæði og að aðgerðir ríkisstjórna myndu ekki duga til að verja þessi gæði. Byggja þyrfti líka brýr á milli Evrópulanda neðan frá, á milli íbúa og sveitarfélaga og styrkja hið staðbundna lýðræði.
Áskoranirnar hafa breyst á 70 árum en það er ennþá rík þörf á samstarfi og samstöðu evrópskra sveitarfélaga um sameiginleg lýðræðisleg gildi og hagmuni. Í dag snýst starfsemi CEMR um hagsmunagæslu gagnvart ESB en líka þekkingaruppbyggingu og -yfirfærslu á milli sveitarfélaga álfunnar, sjá nánar hér.
Sambandið hefur átt aðild að CEMR um árabil. Á stofndegi samtakanna 28. janúar hittust 500 leiðtogar evrópskra sveitarfélaga á vefnum til að ræða áskoranir dagsins, sérstaklega í ljósi Covid farsóttarinnar, og framtíðina með aðstoð framtíðarfræðinga. Meðal þátttakenda voru formaður og varaformaður sambandsins. Hér er er að finna samantekt umræðna og vídeóupptöku af viðburðinum