Fréttir og tilkynningar

Hvatt til þverpólitískrar sáttar um Hálendisþjóðgarð

Á fundi stjórnar sambandsins, sem haldinn var 29. janúar sl., var m.a. lögð fram til kynningar umsögn sambandsins um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Umsögn sambandsins byggði m.a. á þeim umræðum sem fram fóru á þremur umræðufundum sem haldnir voru um málið með umhverfis- og auðlindaráðherra og sveitarstjórnarmönnum.

Lesa meira

Lokaúthlutun á Ísland ljóstengt hafin

Fjarskiptasjóður undirbýr nú fyrir hönd ríkisins lokaúthlutanir á styrkjum til sveitarfélaga á grundvelli verkefnisins Ísland ljóstengt, sem er tímabundið landsátak stjórnvalda í ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða.

Lesa meira

Heildarlög um umhverfismat framkvæmda og áætlana í Samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt frumvarp um heildarlög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Frumvarpið er byggt á tillögu starfshóps um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að auka skilvirkni í málsmeðferð og tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu í samræmi við markmið Árósasamningsins.

Lesa meira

Fyrirhugaðar breytingar á lögum er varða jarðir, land og aðrar fasteignir

Forsætisráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda þrjú áformaskjöl er byggja á vinnu  stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Lesa meira

Drög að lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun í umsagnarferli

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málmeðferð virkjunarkosta í vindorku). Upphaflegur umsagnarfrestur um málið var til 5. febrúar en að beiðni sambandsins hefur hann verið framlengdur til 10. febrúar. Sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra eru hvött til þess að kynna sér frumvarpið og veita um það umsögn ef þau telja ástæðu til.

Lesa meira

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú skilað umsögn til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og fylgt henni eftir á fundi með nefndinni. Líkt og fram kemur í frumvarpinu er meginmarkmið þess að búa til umgjörð í lögum sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Lesa meira

Opnað á umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda

Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka

Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka. Á Íslandi eigum við að njóta þess að búa í öruggu og öfgalausu samfélagi. Árásir eins og þessar eru ekki bara árásir á fólk heldur líka lýðræðið og það getum við aldrei liðið hér á landi.

Lesa meira

22. fundur Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA fundaði í tuttugasta og annað sinn 28.-29. janúar 2021. Á fundinum, sem fór fram á Teams, var fjallað um hagsmunagæslu vettvangsins á næstu misserum gagnvart Grænum sáttmála ESB (European Green Deal). Þá var fjallað um tillögur framkvæmdastjórnar ESB um setningu tilskipunar um lágmarkslaun í Evrópu.

Lesa meira

Ráðningarstyrkir vinnumálastofnunar

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á heimilt þeirra til að ráða atvinnuleitendur til starfa með styrk frá Vinnumálastofnun. Markmið ráðningarstyrksins er að aðstoða atvinnurekendur þ.m.t. sveitarfélög við að fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur.

Lesa meira

Reglugerð um stuðning við bætt aðgengi fatlaðs fólks

Í Samráðsgátt liggja nú frammi til umsagnar drög að nýrri reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í drögunum er lagt til að fasteignasjóðnum verði heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals 363 milljónum króna í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna framkvæmda sem lúta að ákveðnum verkefnum.

Lesa meira

Leiðir að aukinni heilsueflingu aldraðra

Starfshópur sem falið var að móta tillögur um heilsueflingu aldraðra hefur skilað skýrslu með tillögum sínum. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman til að stuðla að aukinni heilsueflingu aldraðra, hvort sem hún snýr að þjálfun, endurhæfingu eða félags- og tómstundastarfi.

Lesa meira

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2021

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2021. Í ritinu er að finna yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2021 sem varða íslensk sveitarfélög.

Lesa meira

Umsögn um grænbók um byggðamál

Grænbók um byggðamál hefur verið til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag, 25. janúar. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er lögð áhersla á virkt samráð um málið þvert á ráðuneyti og þvert á stjórnsýslustig til að tryggja breiða aðkomu og sátt um áætlunina og leggja sérstaka áherslu á hvernig byggða áætlun geti stutt við slíkt samstarf.

Lesa meira

Fundir með sveitarfélögum um meðhöndlun úrgangs og hringrásarhagkerfið

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur leitað eftir samtali við sambandið um fundi með sveitarfélögum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (mál 6/2021) og drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis (mál 11/2021) en bæði þessi mál hafa birst nýlega í samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2021-2022. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021.

Lesa meira

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Velferðarnefnd Alþingis er nú með frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í umsagnarferli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft víðtækt samráð við sveitarfélögin og starfsmenn þeirra í gerð umsagnar þess. Meðal annars var bryddað uppá þeirri nýjung að halda fjarfund þar sem hátt í 130 manns tóku þátt.

Lesa meira

5,5 milljarðar á tíu árum í framkvæmdir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Frá stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamanna árið 2011 hefur 5,5 milljörðum króna verið úthlutað til stórra og smárra verkefna um land allt. Verkefnin snúa að náttúruvernd og öryggi, uppbyggingu ferðamannastaða og hönnunar og skipulags.

Lesa meira