Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka

Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka. Á Íslandi eigum við að njóta þess að búa í öruggu og öfgalausu samfélagi. Árásir eins og þessar eru ekki bara árásir á fólk heldur líka lýðræðið og það getum við aldrei liðið hér á landi.

Stjórnin beinir því til ráðuneyti sveitarstjórnarmála að gerð verði hliðstæð könnun á stöðu þessara mála og gerðar hafa verið á Norðurlöndum í tengslum við 8. tölulið þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023.